sunnudagur, apríl 17

I never thought you were a fool....

these tears are going nowhere....u got stuck in a moment and now you cant get out of it...

dont u just hate when it happens? að festast í einhverju augnabliki sem þú spilar aftur og aftur í huganum og hugsar hvernig þú hefðir orðað hlutina öðruvísi, notað nútíð en ekki þátíð, passað lýsinguna, sýnt betri vangasvipinn; varstu andfúl? allar þessar pælingar ásam því auðvitað sem er langstærst; hvað ef bara einn hlutur hefði breyst; hvað þá?
þýðir víst lítið að pæla í svona hlutunum nem þegar maður liggur uppi i rúmi að reyna að sofna og nennir ekki að telja rollur (sem by the way ég er skíthrædd við, jaðrar við fóbíu, skil ekki afhverju fólk ætti að vilja að gera slíkt fyrir svefninn?!)

on to other matters and another song, sweetest thing...það er smá U2 tribute í gangi ....

þessi helgi fór í vinnu og ekkert annað. bara vinna. alla helgina. nú er svaka djamm fyrir utan gluggann minn en ég er bara fyrir innan að setja í vél, blogga og kúra upp í rúmi; og vitið hvað? það bara truflar mig ekki neitt, mér finnst það eiginlega bara partur af þessari fullorðnsku minni. skynsemin. hún hlýtur að fylgja visku fullorðinsáranna.
í kvöld var seinasta kvöldið mitt á MARU svona í alvörunni seinasta...frekar skrýtið, en þægilegt að strasx minnkuðu áhyggjurnar og stressið....

oh nei, grátu U2 lagið mitt, með eða án þín; ég vil meina að þetta lag bara sums up my lovelife...

ætli myndir eins og Bridget Jones verði vinsælar því að þær eru að fjalla um dagleg vandmál konu sem við allar virðumst geta releitað og fundið okkur í; við konur svona sameinumst á stóra tjaldinu...ef svo er , ætti það þá ekki líka að útskýra vinsældir bloggs? eða er það svona meira gægjuþörfin..? ég hef staðið sjálfan mig að því að vera að lesa blogg hjá fólki sem mér er meinilla við og svo hneykslast í hálfu hljoði yfir því sem manneskjan er að gera og skrifa og hugsa... HRÆSNI...ekkert annað... því hef ég reynt að lesa bara skemmtileg blogg...þá allavega minnkar þessi tendansía því að ég hef gersamlega engan áhuga á að vita hver er að hneyklstast á mínu blogg... ég veit bara að fólk segji að ég sé skrýtin, það er mitt feedback, sem og ákveðið augnráð sem lýsir sér í píringu hægra augans, samblanda af húmor,umhugulssemi og spurningamerki við geðheilsu mína.
on goes the blogg.

ég er með samviskubit, mér fannst ég vera vond við manneskju sem alls ekki átti það skilið, kannski síst frá mér. ég get ekki beðið hana afsökunar. eru það bara stelpur sem alltaf fá sammara yfir öllu??

voða stelpu konu pælingum er ég í....langt frá rauðsokku samt sem áður þó að ég trúi á jafnrétti kynjanna.
í gær upplifði ég svona litlu-stelpu vantraust í veislunni sem ég var að sjá um, frekar spes, og það frá kvenmanni sem efaðist um allar mínar ákvarðanir...

ég dáist að meðalmanninum. ég dáist að fólkinu sem vaknar á hverjum morgni og fer í vinnuna, les blöðin í hádeginu, slúðrara við samstarfsmenn sína, kemur heim í kvöldmat og kúrir svo fyrir framan tv áður en það fer að sofa við hlið sömu manneskjunnar sem það vaknaði hjá.... stefnan er kannski tekin á eitt lítið sumarfrí, eitt lítið kríli, einn öl eftir vinnu, minnka greiðslubyrðina og kíkja í bústaðinn hjá tengdó um helgina: lífið er gott og þú hefur allt til alls....engarn eilífðar efasemdir um allar ákvarðarnir og hvort að lífið sé betra hinu megina við götuna... væri það ekki gott ef þetta væri hin staðlaða manneskja? hún væri bara alltaf til í dag, ekki föst í gærdeginum eða næstu viku?meðalmaðurinn er content og bara frekar happy go lucky týpa.... hver er meðalmaðurinn, ég þekki engan svona..nema kannski einn eða tvo....eða kannski 3 eða 4.. bíddu jú þetta er til, þetta er hægt.
ég vil ekki meina þetta í niðurlægjandi tóni en hvenær verður maður bara einmitt þessi týpa? sáttur í sínum hversdagsleika en ekki fastur í samansafni af momentum og dagdraumum sem gerðust fyrir fimm árum eða munu gerast eftir fimmtán ár? bara að vera róleg og lifa fyrir hvern dag, svona AA pæling...
kannski er ég bara of freud-ísk, of upptekin af freudian slips, over analyzing alla hluti, trúi á frjálsa hugrenningu og draumgreiningu.....þetta eru allt bara duldar hvatir....ég er reyndar mjög upptekin af Skinner eins og er og er farin að greina allan heiminn eftir styrkingarskilmálum en það er önnur saga sem hann vinur minn er kenndur er við goðfræðina benti mér á að engin hefði áhuga á að heyra um...
en já meðal Sigga sem er ekki lýst sem melodramatic og skrýtni...alltaf að reyna að synda á móti straumnum í meðalmennksunni þegar það er kannski akkúrat það sem hún þurfti..... það eru tekin babysteps í átt að meðalmennskunni og hversdagsleikanum; eitthvað segir mér að ég muni aldrei sleppa gærdeginum en kannski fer ég að vera til þar sem ég er. akkúrat þar en ekki 13 mín seinna.í samfélagi þar sem allir vilja vera spes og í Séð og heyrt langar mig svoldið i akkúrat hitt, mina eigin meðalmennsku (eflaust redefining the term en hey). kannski er minn hversdagsleiki mín meðalmennska, ég er bara að misskilja þetta allt, ég er komin með minn eigin sem er bara ég...köfnunartilfinningin er allavega farin...
fínt, meðalsigga sem fór ekki á djammið.

nóg komið af súrum pælingum.

ég held að það sé tími komin á að slökkva ljósið og svífa á vit draumanna....suma daga vill maður bara sofa...og sofa....og dreyma...og sofa.....

auf wiederschen (þýskara mál)
eine kleine siggs
sem ætlar að sjá downfall á morgun

Engin ummæli: